Veður...

 Langar að deila með ykkur leik sem Kata vinkona var svo elskuleg að hafa í stórskemmtilegu afmæli sem ég hélt um síðustu helgi.

En þar áttu hinir ýmsustu aðilar að lýsa mér í 5 orðum og ég átti að giska hver ætti hvaða lýsingar:

* Uppátækjasöm, hress, draumóramanneskja, fljótfær, falleg : KATA

* Söngelsk, hávær, hress, góð móðir, gullfalleg : ÍBBA 

* Söngelsk, skondin, fögur, dugleg, full af orku : ÖSP

* Hávær, athyglissjúk, gráðug, frek, myndarleg : BRÓI

* Óþolinmóð, falleg, athyglisbrestur, ástleitin, stórkostleg : ELMAR MINN

* Uppnefnari, brussugangur, sterk, viðkvæm, falleg : HERDÍS

* Hvatvís, eiguleg, yndisleg, tilætlunarsöm, falleg : MAMMA OG PABBI

Þetta var stórskemmtilegur leikur, þó ég hafi ekki getið einn einasta rétt... nema kannski mömmu og pabba... 

Skemmtilegt hvað sumir reyna að fara í kringum hlutina.. mamma og pabbi! Hvatvís? Er ég ekki bara frek? hehe...

En veðrið er brjálað úti, Elmar er á  Reykjum og ég er að fara að syngja á tónleikum í kvöld uppí krikju með Sölku kvennakór, ALLIR AÐ MÆTA!

Þetta er það helsta sem er að frétta.

Læt einn brandara fylgja sem mér finnst snilld!

Af hverju er ekki enn búið að framleiða frímerki með mynd af Davíð Oddsyni á? Af því að sjálfstæðismenn myndu ekki vita hvora hliðina þeir ættu að sleikja...

Læt eina mynd fljóta með, en hún var tekin í þann mund er Kata, Ösp og Eyþór Kötumaður komu ÓVÆNT, já óvænt í afmælið! Djöfull var ég hissa... ég fór meira að segja að gráta!!!!p1010051_738582.jpg

 


Þann 22. nóvember árið 1983...

...kom merkiskona í heiminn!

Ýmislegt hefur á daga hennar drifið síðan þá. Margt, mikið og merkilegt sem ekki verður farið nánar útí hér...

25 ára æfi að baki... 

Litla saklausa afmælisbarn

 

 


18. nóvember

....er runninn upp í öllu sínu veldi. Styttist í að kella verði 25 ára gömul!

Ég er ekki enn komin á þann aldur að finnast ekki gaman að eiga afmæli, það kemur að því sjálfsagt...

Eins og áður hefur komið fram ætla ég að hafa smá samkundu að þessu tilefni og verð bara með opið hús. Tónleikarnir hans Eyþórs byrja samt kl 10 svo ég var að hugsa um að þeir sem hafa hug á því að fara á þá geti bara mætt fyrr í geimið, farið á tónleikana og komið svo bara aftur í smá geim!

Ég held enn í vonina að sunnandruslurnar láti sjá sig, en ég skil samt alveg ef þær sjá sér ekki fært að koma, þetta er jú á háannatima, próf, verkenfi og ýmislegt í gangi.

Þessi helgi verður þétt pökkuð hjá mér því á föstudagskvöldið verður jólahlaðborð fyrir okkur Dalbæjarskvísur og gaura (eru reyndar bara 3 blessaðir). Verður gott að kýla sig út af alvöru mat.

Annars ætla ég að fasta fyrir jólin. Alveg komin með hundleið á þessum aukakílóum.. það virðist vera þannig að maður megi ekki snerta neitt gúmmelaði þá síast fitan í gegnum húðina og kemur sér makindalega fyrir... NEI TAKK! Það verður sko enginn bakstur hjá mér fyrr en eftir 17. des. (afmælisdaginn hennar Herdísar)

 

Vil svo minna á stórtónleika Sölku Kvennakórs þann 27. nóv næstkomandi, þar syng ég einsöng og einn dúett, svo eru tónleikar tónlistaskólans á Dalvík 17. des, en þar syng ég líklega 2 lög og einn dúett. Spennandi!!!!

 

Þið sem eruð ákveðin að koma og heiðra mig með nærveru ykkar á laugardaginn megið endilega kvittera hér undir, svona svo ég geti séð hversu miklar veitingar ég þarf að hafa og svona...

 

simmsalabimm, Nínodín!


Afmælisboð!

Staður: Reynihólar 14

Dagur: Laugardagskvöldið 22. Nóvember 2008

Stund: ? Kveld.

Tilefni: 25 Ára afmæli húsfreyjunnar að reynihólum 14.

 

Ég hef tekið þá ákvörðun, sökum tregleika sumra bareigenda á Dalvík að slá öllu upp í kæruleysi og halda partýið HEIMA. Ekki er ráð nema í tíma se tekið, rúm vika í atburðinn og tími til kominn að rudda til húsgögnum, henda því sem yrði annars hent eftir nokkur ár og reyna að gera þennan viðburð sem frábærastan!

Allir sem telja sig þekkja mig á einhvern hátt eru velkomnir.

Þröngt mega sáttir sitjaW00t (Eyþór Ingi, stórsöngvari með meiruheldur upp stuðinu á BÁRUBÚÐ þetta sama kveld þannig að ástæðan er góð til gera sér GLAÐAN dag)

Kveðja Nína semerenn24áraogstórmyndarleg....nina_727277.jpg


Pælingar

Þar sem ég sit heima með veikan son minn hef ég verið að láta hugann reika.

Nú nálgast jólin og blöðin eru uppfull af "tilboðum" og "lækkuðu verði". Ég heyrði meira að segja í útvarpinu í morgun að sökum gengiserfiðleika neyðist IKEA til að hækka allar vörur um 25%. Þeir sem vour búnir að lofa að öll verð í nýja bæklingnum stæðu út árið. Hvar endar þetta? Mjólkin komin í 104 krónur í Kaupfélaginu á Dalvík og ég þorði ekki einu sinni að líta á oststykkin...

Ég las grein í fréttablaðinu í dag með fyrirsögninni VELJUM ÍSLENSKT. Að velja Íslenskt er gott mál, en þá erum við að styrkja Íslenska framleiðslu. En að velja Íslenskt er ekki endilega að velja Íslenskt. Ég ætla að útskýra betur, jú, mig vantar nefninlega skíðaföt, eða bara gamaldags snjóbuxur og úlpu. Ég tölti inn í 66 ° Norður í fyrradag og ég bakkaði eiginlega þaðan út aftur með öndina í hálsinum... Ég hefði getað, ef viljinn hefði verið fyrir hendi og nóg af yfirdrætti á kortinu mínu, verslaði mér úlpu og snjóbuxur á rúmar 90 þúsund krónur! Á leiðinni út rak ég augun í litla og sæta úlpu á Erik Hrafn á 22 þúsund krónur! Þetta á að heita íslensk framleiðsla sem við, á þessum ögurstundum ættum að styrkja. Það situr jú fólk úti í Lettlandi  sveitt við saumavélarnar og saumar á okkur þessar frábæru flíkur sem virðast innihalda gullþræði en ekki venjulegan tvinna. Og það sem verra er að þetta fólk er að fá skítalaun fyrir. Það er allavega ekki "hagstætt" fyrir þetta Íslenska fyrirtæki að skaffa íslendingum vinnu.

Mig vantar ísskáp sem er ekki frásagnavert nema fyrir það að ég hringdi út af auglýsingu um útlitsgallaða ísskápa í venjulegri raftækjaverslun. Jú skápurinn kostaði 129 þúsund. Jahá sagði ég, en hvað kostar hann þá ekki útlitsgallaður? Ja þá kostar hann rúmar 180 þúsund krónur. Jújú, þannig að það borgar sig að kaupa þennan útlitsgallaða og það strax, því sölumaðurinn sagði að það ætti bara eftir að hækka verðið meira núna á næstu vikum og mánuðum. (hvort er sölubrella veit ég eigi)

Hvert er allt að fara í þessu landi? 

Það eina sem við getum gert í þessari stöðu er að sniðganga okurverslanir og hætta að eltast við "merki". Því það gefur auga leið að ef enginn verslar við þessar búðir þá neyðast þeir til að lækka verðið!

Kveðja Nínodín á neytendavaktinni!


Bara fyndið

Aumingja vesalings maðurinn, segi ég nú bara. Ég get alveg séð þetta fyrir mér!

 


mbl.is Límdur á klósettið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki eitthvað til í þessu:


Hlutskipti Íslands má líkja við fjölskyldu sem glímir við fíkniefnavandamál. Ríkisstjórnir síðustu ára voru foreldrarnir sem gáfu börnum sínum, bisnessmönnunum, of lausan taum. Og krakkarnir héldu út í harðann heiminn og komust í efni. Sem þeir urðu háðir. Hins vegar höfðu þeir ekki ráð á öllum þeim efnum og slógu því lán. Og lán fyrir þeim lánum. Svo kom kreppa og dópið kláraðist. Dílerinn átti ekki meira. Heimur fíklanna hrundi. Þeir hurfu í meðferð en skuldirnar lenntu á pabba og mömmu. Skuldirnar voru hins vegar orðnar svo risavaxnar að heimilið fór á hausinn. 

Ég á þó ekki heiðurinn af þessum orðum heldur er það snillingurinn Hallgrímur Helgason. Hann skrifaði LAAANGA grein í fréttablaðið síðasta laugardag sem ég las til enda og var slegin.  Ég mæli með að þeir sem ekki eru búnir að henda fréttablaðinu síðan á laugardag að lesa greinina. Hún gefur góða mynd af "ástandinu" og merkilegt nokk: Á mannamáli!

Hættu nú og hana nú og ég og þú og pompí dú... (skora á mömmu að botna)

 


VETUR!

Þegar ég vaknaði í morgun langaði  mig ekkert frammúr... Snjór og kuldi! Veturinn er kominn í öllu sínu veldi, enda alveg að koma nóvember! Ég á afmæli 22. nóv þannig að nú er um að gera að skipuleggja partý! Ég verð hvorki meira né minni en 25 ára gömul. Heil kvartöld!

Ég er svona að hugsa um að halda svona "kreppuafmæli" samasem- ekkert vín í boði og engar gjafir til mín TAKK! Hvernig líst ykkur á það? Ætla bara að hafa opið hús og þeir sem vilja gleðjast með mér eru velkomnir. Ég er svo heppin að afmælið er á laugardegiGrin

Þetta verður nú samt afmælisveisla og aldrei að vita nema ég laumi í eina bollu og hafi snakk og sonna í boði... það er nú ekki svo kreppuástandið í reynihólunumWink Þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós von bráðar!

Ég er svo loksins mætt í samfélag FÉS bókmennta... brjálað að gera þar og tölvupósturinn fyllist daglega. Aldrei verið svona brjálað að gera þar. Svo er ég líka alltaf að mennta mig meira og meira, er að taka slatta af námskeiðum sem gefa mér meira í aðra hönd, eða HÆRRI LAUN... ekki veitir afGasp

JÓLASKAPIÐ er ekki komið í bæinn... þess er beðið!

 

YFIR OG ÚT


Baggalútsmenn

 Voru að semja um virkjanaframkvæmdir en gætu allteins verið að semja um efnahagsástandið í dag....

Ísland, ég elska þig

 

Ó, aldagamla Íslands byggð

þér ævarandi eg heiti tryggð.
Þú þekkir ekkert illt
þér enginn getur spillt.
Styður öngvin stríð
staðföst, frjáls og blíð.

Engilfríða fósturjörð
fyrir þér liggur tíðin hörð.
Flárátt lævíst lið
landið hatast við
þitt helga hjarn vill fá
hrifsað til sín aftanfrá.

 

Góða land, gjöfula land!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Sæla fold, sjálfstæða mold!
Sakleysi þitt girnast vondir menn.

Gull þín brjóta gírug flón
er gleypa vilja hið dýra frón.
En aldrei, ástin mín
skal efnd sú myrka sýn
að fjallsins fagra mær
sé forfærð, svívirt, gráti nær.

Glæsta land, gegnheila land!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Ísafold, magnþrungna mold!
Meyjarblóm þitt girnast vondir menn.

Aldrei! Aldregi meir!
Íslandi allt!
Ísland ég elska þig!

Gullnir steypast fossar þínir enn.

Hrjúfa fold, höfuga mold!
Hrekkleysi þitt girnast vondir menn
– illgjarnir menn.

Gamla land! Göfuga land!

Gullnir steypast fossar þínir senn.

 

Höfundur Bragi Valdimar Skúlason

 

Snilld Wink

 

 


 

 


Draumfarir...

Mig er búið að dreyma mjög myndræna og skrítna drauma undanfarið... 

Í nótt dreymdi mig að ég væri að borða fisk, borðið svignaði undan soðnum fiski, saltfiski, kartöflum, rófum og smjöri... ég var bara svöng þegar ég vaknaðiWink Yfirleitt dreymir mig nú ekki merkilega drauma! Draumurinn um gullið toppar samt allt!

 Dalvíkurbyggð komst ekki áfram í Útsvari á föstudaginn en starfsmenn Dalvíkurbyggðar létu það nú ekkert trufla sig á frábærri árshátíð. Mikið dansað, mikið stuð... en við skulum ekkert tala um gærdaginn...Shocking

Jæja ég segi bara eins og auglýsingarnar á skjá einum "það besta í lífinu er ókeypis"


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband