18. nóvember

....er runninn upp í öllu sínu veldi. Styttist í að kella verði 25 ára gömul!

Ég er ekki enn komin á þann aldur að finnast ekki gaman að eiga afmæli, það kemur að því sjálfsagt...

Eins og áður hefur komið fram ætla ég að hafa smá samkundu að þessu tilefni og verð bara með opið hús. Tónleikarnir hans Eyþórs byrja samt kl 10 svo ég var að hugsa um að þeir sem hafa hug á því að fara á þá geti bara mætt fyrr í geimið, farið á tónleikana og komið svo bara aftur í smá geim!

Ég held enn í vonina að sunnandruslurnar láti sjá sig, en ég skil samt alveg ef þær sjá sér ekki fært að koma, þetta er jú á háannatima, próf, verkenfi og ýmislegt í gangi.

Þessi helgi verður þétt pökkuð hjá mér því á föstudagskvöldið verður jólahlaðborð fyrir okkur Dalbæjarskvísur og gaura (eru reyndar bara 3 blessaðir). Verður gott að kýla sig út af alvöru mat.

Annars ætla ég að fasta fyrir jólin. Alveg komin með hundleið á þessum aukakílóum.. það virðist vera þannig að maður megi ekki snerta neitt gúmmelaði þá síast fitan í gegnum húðina og kemur sér makindalega fyrir... NEI TAKK! Það verður sko enginn bakstur hjá mér fyrr en eftir 17. des. (afmælisdaginn hennar Herdísar)

 

Vil svo minna á stórtónleika Sölku Kvennakórs þann 27. nóv næstkomandi, þar syng ég einsöng og einn dúett, svo eru tónleikar tónlistaskólans á Dalvík 17. des, en þar syng ég líklega 2 lög og einn dúett. Spennandi!!!!

 

Þið sem eruð ákveðin að koma og heiðra mig með nærveru ykkar á laugardaginn megið endilega kvittera hér undir, svona svo ég geti séð hversu miklar veitingar ég þarf að hafa og svona...

 

simmsalabimm, Nínodín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeg kommer ju klart!!!! Segi það og stend við það og get ekki beðið..... Þú verður að öllum líkindum glöð með gjöfina sem ég og Jón hlaup kauptum handa þér í dag... það var ekki í Bónus...

Herdís (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:01

2 identicon

Mætum maður:)

Íris (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:12

3 identicon

ég mæti:)

Þórgunnur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband