Baggalútsmenn

 Voru að semja um virkjanaframkvæmdir en gætu allteins verið að semja um efnahagsástandið í dag....

Ísland, ég elska þig

 

Ó, aldagamla Íslands byggð

þér ævarandi eg heiti tryggð.
Þú þekkir ekkert illt
þér enginn getur spillt.
Styður öngvin stríð
staðföst, frjáls og blíð.

Engilfríða fósturjörð
fyrir þér liggur tíðin hörð.
Flárátt lævíst lið
landið hatast við
þitt helga hjarn vill fá
hrifsað til sín aftanfrá.

 

Góða land, gjöfula land!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Sæla fold, sjálfstæða mold!
Sakleysi þitt girnast vondir menn.

Gull þín brjóta gírug flón
er gleypa vilja hið dýra frón.
En aldrei, ástin mín
skal efnd sú myrka sýn
að fjallsins fagra mær
sé forfærð, svívirt, gráti nær.

Glæsta land, gegnheila land!
Gullnir steypast fossar þínir enn.
Ísafold, magnþrungna mold!
Meyjarblóm þitt girnast vondir menn.

Aldrei! Aldregi meir!
Íslandi allt!
Ísland ég elska þig!

Gullnir steypast fossar þínir enn.

Hrjúfa fold, höfuga mold!
Hrekkleysi þitt girnast vondir menn
– illgjarnir menn.

Gamla land! Göfuga land!

Gullnir steypast fossar þínir senn.

 

Höfundur Bragi Valdimar Skúlason

 

Snilld Wink

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúl :)

Unnur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband