20.10.2008 | 14:44
VETUR!
Þegar ég vaknaði í morgun langaði mig ekkert frammúr... Snjór og kuldi! Veturinn er kominn í öllu sínu veldi, enda alveg að koma nóvember! Ég á afmæli 22. nóv þannig að nú er um að gera að skipuleggja partý! Ég verð hvorki meira né minni en 25 ára gömul. Heil kvartöld!
Ég er svona að hugsa um að halda svona "kreppuafmæli" samasem- ekkert vín í boði og engar gjafir til mín TAKK! Hvernig líst ykkur á það? Ætla bara að hafa opið hús og þeir sem vilja gleðjast með mér eru velkomnir. Ég er svo heppin að afmælið er á laugardegi
Þetta verður nú samt afmælisveisla og aldrei að vita nema ég laumi í eina bollu og hafi snakk og sonna í boði... það er nú ekki svo kreppuástandið í reynihólunum Þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós von bráðar!
Ég er svo loksins mætt í samfélag FÉS bókmennta... brjálað að gera þar og tölvupósturinn fyllist daglega. Aldrei verið svona brjálað að gera þar. Svo er ég líka alltaf að mennta mig meira og meira, er að taka slatta af námskeiðum sem gefa mér meira í aðra hönd, eða HÆRRI LAUN... ekki veitir af
JÓLASKAPIÐ er ekki komið í bæinn... þess er beðið!
YFIR OG ÚT
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Athugasemdir
Hærri laun.... jáhh líklega er ekki vanþörf á aukakrónum á mörgum stöðum. Nenni ekkert að tala meira um peninga og ætla bara að hætta að hugsa um þá yfirhöfuð..heheh kannski ekki alveg. En já, styð þessa afmælispartýhugmynd þína heilshugar. Og svo vil ég fara að komast í heimsókn til þín... en bara þegar við höfum báðar tíma. Sakna þín nefnilega heilmikið skömmin þín.
Hafðu það ofboðslega gott og knúsaðu krúttið hann Erik frá mér;*
Herdís (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:19
já mér líst vel á þessi plön... Ég allavegana mæti:) Og vonandi sem flestar druslur!
Þórgunnur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:21
Það er eins gott! Annars er mér að mæta
Nína (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.