27.10.2008 | 13:33
Er ekki eitthvað til í þessu:
Hlutskipti Íslands má líkja við fjölskyldu sem glímir við fíkniefnavandamál. Ríkisstjórnir síðustu ára voru foreldrarnir sem gáfu börnum sínum, bisnessmönnunum, of lausan taum. Og krakkarnir héldu út í harðann heiminn og komust í efni. Sem þeir urðu háðir. Hins vegar höfðu þeir ekki ráð á öllum þeim efnum og slógu því lán. Og lán fyrir þeim lánum. Svo kom kreppa og dópið kláraðist. Dílerinn átti ekki meira. Heimur fíklanna hrundi. Þeir hurfu í meðferð en skuldirnar lenntu á pabba og mömmu. Skuldirnar voru hins vegar orðnar svo risavaxnar að heimilið fór á hausinn.
Ég á þó ekki heiðurinn af þessum orðum heldur er það snillingurinn Hallgrímur Helgason. Hann skrifaði LAAANGA grein í fréttablaðið síðasta laugardag sem ég las til enda og var slegin. Ég mæli með að þeir sem ekki eru búnir að henda fréttablaðinu síðan á laugardag að lesa greinina. Hún gefur góða mynd af "ástandinu" og merkilegt nokk: Á mannamáli!
Hættu nú og hana nú og ég og þú og pompí dú... (skora á mömmu að botna)
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
Ja ég ætla ekki að botna EN ég ætla að þefa uppi fréttablaðið ógurlega
Kata (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:37
og allir hanns menn,voru á fleka týndu árunum,þá kom Abbaeban og ætlaði að drepa hann, Mose Dagan kýldi gæjan, Bob Dylan tottaði á honum ...... María Markan beit hann á barkann
Hafdís Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 00:08
Hrafnhildur ætíð góð Ætli Böbbarinn viti af þessu þetta er jú hans uppáhald
sigga (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 07:57
Var bara búin að steingleyma þessum frasa... man þetta aldrei, en kerlingin skal alltaf muna!!!!
Nína (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:38
Já Nína, Böbbi er svo að fíla þetta og ég held að hann kunni þetta
sigga (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:01
Var ekki líka frasi sem hljóðaði einhvernvegin svona Bob Dylan tók Maríu Markan og beit hana á Barkan, Harkan sagði María Markan og beit Bob Dylan í Tillan
haha gaman að þessu
Helgan, 29.10.2008 kl. 09:43
Hef ekki heyrt það. En flottur samt Eru ekki einhverjir fleiri flottir frasar?
Nína (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.