6.11.2008 | 16:20
Pælingar
Þar sem ég sit heima með veikan son minn hef ég verið að láta hugann reika.
Nú nálgast jólin og blöðin eru uppfull af "tilboðum" og "lækkuðu verði". Ég heyrði meira að segja í útvarpinu í morgun að sökum gengiserfiðleika neyðist IKEA til að hækka allar vörur um 25%. Þeir sem vour búnir að lofa að öll verð í nýja bæklingnum stæðu út árið. Hvar endar þetta? Mjólkin komin í 104 krónur í Kaupfélaginu á Dalvík og ég þorði ekki einu sinni að líta á oststykkin...
Ég las grein í fréttablaðinu í dag með fyrirsögninni VELJUM ÍSLENSKT. Að velja Íslenskt er gott mál, en þá erum við að styrkja Íslenska framleiðslu. En að velja Íslenskt er ekki endilega að velja Íslenskt. Ég ætla að útskýra betur, jú, mig vantar nefninlega skíðaföt, eða bara gamaldags snjóbuxur og úlpu. Ég tölti inn í 66 ° Norður í fyrradag og ég bakkaði eiginlega þaðan út aftur með öndina í hálsinum... Ég hefði getað, ef viljinn hefði verið fyrir hendi og nóg af yfirdrætti á kortinu mínu, verslaði mér úlpu og snjóbuxur á rúmar 90 þúsund krónur! Á leiðinni út rak ég augun í litla og sæta úlpu á Erik Hrafn á 22 þúsund krónur! Þetta á að heita íslensk framleiðsla sem við, á þessum ögurstundum ættum að styrkja. Það situr jú fólk úti í Lettlandi sveitt við saumavélarnar og saumar á okkur þessar frábæru flíkur sem virðast innihalda gullþræði en ekki venjulegan tvinna. Og það sem verra er að þetta fólk er að fá skítalaun fyrir. Það er allavega ekki "hagstætt" fyrir þetta Íslenska fyrirtæki að skaffa íslendingum vinnu.
Mig vantar ísskáp sem er ekki frásagnavert nema fyrir það að ég hringdi út af auglýsingu um útlitsgallaða ísskápa í venjulegri raftækjaverslun. Jú skápurinn kostaði 129 þúsund. Jahá sagði ég, en hvað kostar hann þá ekki útlitsgallaður? Ja þá kostar hann rúmar 180 þúsund krónur. Jújú, þannig að það borgar sig að kaupa þennan útlitsgallaða og það strax, því sölumaðurinn sagði að það ætti bara eftir að hækka verðið meira núna á næstu vikum og mánuðum. (hvort er sölubrella veit ég eigi)
Hvert er allt að fara í þessu landi?
Það eina sem við getum gert í þessari stöðu er að sniðganga okurverslanir og hætta að eltast við "merki". Því það gefur auga leið að ef enginn verslar við þessar búðir þá neyðast þeir til að lækka verðið!
Kveðja Nínodín á neytendavaktinni!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
já Nína mín svona er 'Island í dag ,allt þetta rugl má skrifa á 7% þjóðarinnar hin 97% eru saklaus af þessu hel..... rugli. Góðar hugleiðingar hjá þér dóttir góð
Hafdís Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:23
Guð minn góður, eg gerði innsláttarvillu 93% þjóðarinnar er saklaus átti eg við
Hafdís Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:04
Fegin er ég að vera ekki búsett á Ílsandi að svo stöddu!
Kveðja í bæinn :)
Unnur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.