27.11.2008 | 12:19
Veður...
Langar að deila með ykkur leik sem Kata vinkona var svo elskuleg að hafa í stórskemmtilegu afmæli sem ég hélt um síðustu helgi.
En þar áttu hinir ýmsustu aðilar að lýsa mér í 5 orðum og ég átti að giska hver ætti hvaða lýsingar:
* Uppátækjasöm, hress, draumóramanneskja, fljótfær, falleg : KATA
* Söngelsk, hávær, hress, góð móðir, gullfalleg : ÍBBA
* Söngelsk, skondin, fögur, dugleg, full af orku : ÖSP
* Hávær, athyglissjúk, gráðug, frek, myndarleg : BRÓI
* Óþolinmóð, falleg, athyglisbrestur, ástleitin, stórkostleg : ELMAR MINN
* Uppnefnari, brussugangur, sterk, viðkvæm, falleg : HERDÍS
* Hvatvís, eiguleg, yndisleg, tilætlunarsöm, falleg : MAMMA OG PABBI
Þetta var stórskemmtilegur leikur, þó ég hafi ekki getið einn einasta rétt... nema kannski mömmu og pabba...
Skemmtilegt hvað sumir reyna að fara í kringum hlutina.. mamma og pabbi! Hvatvís? Er ég ekki bara frek? hehe...
En veðrið er brjálað úti, Elmar er á Reykjum og ég er að fara að syngja á tónleikum í kvöld uppí krikju með Sölku kvennakór, ALLIR AÐ MÆTA!
Þetta er það helsta sem er að frétta.
Læt einn brandara fylgja sem mér finnst snilld!
Af hverju er ekki enn búið að framleiða frímerki með mynd af Davíð Oddsyni á? Af því að sjálfstæðismenn myndu ekki vita hvora hliðina þeir ættu að sleikja...
Læt eina mynd fljóta með, en hún var tekin í þann mund er Kata, Ösp og Eyþór Kötumaður komu ÓVÆNT, já óvænt í afmælið! Djöfull var ég hissa... ég fór meira að segja að gráta!!!!
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Athugasemdir
ohhh...hvað ég hefði mikið vilja vera í þessu afmæli!
Sakn sakn í reynihólanna
Heiða Pálrún (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.