ÞÁ ER MAÐUR FARIN AÐ BLOGGA (hvað svosem það endist...)

Aðallega fann ég mig knúna til að byrja þegar Telma reis upp frá dauðum og Herdís virðist einnig vera að gera það... ég hef aldrei bloggað áður svoleiðis að einu sinni er alltaf fyrst...

Ætla að reyna að hafa þetta á hápólitískum nótum og vera mjög málefnaleg!

Þessa fyrstu færslu ætla ég að byrja með því að biðja ykkur, lesendur góðir að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi í nótt:

Ég stal gullklumpi, svona eins og í bíómyndunum (sem menn sigta úr vatni) svona eins og myndi passa í lófa. Ég var litl glaða í draumnum, ég væri orðinn rík! Jibbý! En gleðin varði stutt því löggan var á hælunum á mér sem og slatti af öðru fólki... Þegar ég var rétt að verða gómuð tók ég á það ráð að mylja gullið og éta það! Sem ég og gerði! Þegar ég var búinn kom löggann og fann ekkert...

Ég sá svo gríðarlega eftir því að hafa gert þetta... Haha.. hvað er málið?

Yfir og út frá Nínodín... passið peningana ykkar!


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaah... já þú hefur ætlað að ná í gullið í klóið síðar:) Gaman að þú sért farin að blogga sæta;)

Herdís (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:19

2 identicon

Já velkomin í netheima:) Ég ætti kannski að fara að byrja aftur líka? hehe

En mér líst vel á þetta!

Gullkúkur... ekki slæmt!!

Heiða Pálrún (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:27

3 Smámynd: Helgan

velkomin á blog.is kona

held að þessi daumur merki að þú skítir peningum 

Helgan, 1.10.2008 kl. 09:59

4 identicon

Nei þvílík dásemd.... valinkunnir andans menn hafa risið upp frá dauðum (Telma og Herdís) og svo bætist þú í hópinn......

 Nú þarf ég aldrei að læra framar!

 knús og kossar!! :)

Kata (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:48

5 Smámynd: Sverrir Þorleifsson

á dauða mínum átti ég von, en ekki að þú byrjaðir að blogga systir kær

Sverrir Þorleifsson, 1.10.2008 kl. 12:06

6 identicon

Ég er hamingjusöm mannvera í augnablikinu, að vera frumkvöðull er mér að skapi :) Velkomin elsku Nína í netheima!

Telma (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 18:31

7 identicon

Ég held að ég verði líka að setja líf í mína síðu... En þetta gleður mig mjög:) Fleiri síður að skoða því betra:)

Þórgunnur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 20:38

8 identicon

haha, já hvað sem ég svosem endist... en ég vona að ég verði dugleg! Ég þarf líka að læra á þetta allt saman, setja tengla og svona... hvernig geri ég það?

Þetta er allt eitthvað svo spennó híhí Og takk fyrir öll kvittin... það gerir þetta enn skemmtilegra... hm.. um hvað ætti ég svo að blogga næst...

Nínodín sjálf (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband